Myndband: Luis Enrique vakti sofandi fréttamann

Það virðist hafa verið erfiður dagur á skrifstofunni fyrir einn fréttamann sem var á leik Barcelona og Valencia í gær.

Börsungar unnu góðan sigur en eftir leik var Luis Enrique þjálfari Barcelona að ræða við frétttamann.

Einn af þeim virtist ekki hafa neitt sérstaklega gaman af Enrique og því sem hann ræddi um.

Hann sofnaði því en Enrique vakti hann að lokum.

,,Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður, að fréttamaður sofi á fundi með mér,“
sagði Enrique.

,,Ég hlýt að hafa verið mjög leiðinlegur. Góðan daginn, hvernig hefur þú það?,“ sagði Enrique þegar fréttamaðurinn rankaði við sér.

Atvikið má sjá hér að neðan.


desktop