Myndband: Ronaldo með fallegt mark gegn Dortmund

Real Madrid og Dortmund eigast nú við í Meistaradeild Evrópu og er staðan 2-0 fyrir Real þegar um hálftími er liðinn af leiknum.

Borja Mayoral kom Real Madrid yfir strax á 8. mínútu áður en Cristiano Ronaldo bætti öðru marki við á 12. mínútu.

Markið var afar fallegt en hann tók boltann rétt fyrir utan teig og setti hann snyrtilega í fjær hornið.

Myndband af markinu má sjá hér fyrir neðan.

———-


desktop