Myndband: Samherjar Messi ráða ekkert við hann á æfingum

Lionel Messi, sóknarmaður Barcelona er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður heims í dag.

Hann hefur verið magnaður fyrir Barcelona á þessari leiktíð og hefur skorað 29 mörk og lagt upp önnur 11 á tímabilinu.

Þá er Barcelona í ansi góðum málum á toppi spænsku deildarinnar með 59 stig og hefur liðið 17 stiga forskot á Real Madrid sem er í fjórða sætinu.

Liðsfélögum Messi virðist ganga jafn illa að ráða við hann á æfignum eins og mótherjum hans í keppnisleikjum en Barcelona birti skemmtilegt myndband á Twitter síðu sinni í dag.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.


desktop