Myndir: Eiður fékk konunglegar móttökur í Kína

Sverrir Þór Sverrisson eða Sveppi eins og flestir þekkja hann vinnur að heimildarþáttum um Eið Smára Guðjohnsen.

Sveppi og Eiður Smári eru bestu vinir og ætti hann því að komast nálægt Eiði.

Farið verður yfir feril Eiðs Smára sem er líklega á enda en hann hefur ekki spilað síðan á síðasta ári.

Þeir ólust upp saman í Breiðholti og léku saman í ÍR.

Ferill Eiðs Smára hefur verið magnaður en hann lék með stórliðum eins og Barcelona og Chelsea.

Þeir félagar eru nú komnir til Kína til að taka upp efni en Eiður lék með Shijiazhuang Ever Bright þar í landi.

Eiður fékk konunglegar móttökur þegar hann kom til Kína í nótt eins og sjá má hér að neðan.

Arrived in China to a wonderful reception #shijiazhuangeverbright

A post shared by Eidur Gudjohnsen (@eidurgudjohnsen) on

Eiður að koma til Kína

A post shared by Sverrir Sverriss (@sverrirsverriss) on


desktop