Myndir: Hvað var Messi að borða úr sokknum sínum?

Barcelona vann öruggan 3-1 sigur á Olympiakos í Meistaradeild Evrópu í gær en Gerard Pique var rekinn af velli snemma leiks en það hafði ekki áhrif.

Lionel Messi skoraði annað mark Börsunga í leiknum og það fer í sögubækurnar.

Þetta var mark númer 100 hjá Messi í keppnum á vegum UEFA og er hann annar leikmaðurinn sem nær þessum áfanga.

Það sem vakti þó mesta athygli var þegar Messi fór í sokkinn sinn og fann eitthvað að borða.

Þarna hefur Messi líklega verið að fá einhverja orku en myndir og myndband af þessu er hér að neðan.


desktop