Myndir: Ronaldo er á Íslandi – Dvelur í húsi Jóa í Múlakaffi

Cristiano Ronaldo er á Íslandi og hefur samkvæmt heimildum 433.is dvalið í húsi sem Jóhannes Stefánsson eigandi Múlakaffi á á Suðurlandi.

Ronaldo kom til Íslands með einkaflugvél seint á laugardag. Kærasta hans hefur birt mynd af ferð þeirra.

Ronaldo skoraði tvö mörk gegn Eibar í La Liga á laugardag og hefur síðan tekið flugið ef satt reynist.

Hann er sagður hafa skoðað Suðurlandið síðustu daga en vinsælt er hjá frægu fólki að koma til Íslands.

Jurgen Klopp, Juan Mata, Kim Kardashian, Justin Bieber og fleiri frægir hafa notið þess að dvelja á Íslandi og skoða fallega landið okkar. Líkur eru á að Ronaldo hafi bæst í þann hóp.

Þau sjást einnig vera á snjósleða með Arctic Adventures fyrirtækinu.

Ronaldo er besti knattspyrnumaður í heimi og hefur verið það síðustu ár.

☃️❤️☃️ Maravillas de la naturaleza…

A post shared by Georgina Rodríguez (@georginagio) on


desktop