Neymar langar að spila í ensku úrvalsdeildinni

Neymar leikmaður Barcelona sem er að margra mati einn allra fremsti leikmaður í heimi á sér þann draum að spila í ensku úrvalsdeildinni.

Manchester United hefur síðustu ár reynt að kaupa Neymar en það án árangurs.

Þessi öflugi sóknarmaður frá Brasilíu viðurkennir hinsvegar að honum langi að koma til Englands.

,,Ég kann vel við leikstí liðanna og hver veit hvað gerist. Mig langar að spila þarna,“ sagði Neymar.

,,Ég ber viðringu fyrir Manchester United, Chelsea, Arsenal og Liverpool, þetta eru liðin sem eru alltaf að berjast þarna.“

,,Svo ertu með frábæra þjálfara eins og Mourinho og Guardiola. Þetta eru þjálfarar sem hver einasti leikmaður vill spila fyrir.“

Ljóst er að koma Neymar í ensku úrvalsdeildina myndi vekja mikla athygli.


desktop