Pique hraunar yfir stuðningsmenn Barcelona

Gerard Pique, varnarmaður Barcelona er ekki sáttur með stuðningsmenn liðsins þessa dagana.

Stuðningsmenn liðsins eru ekki ánægðir með Andre Gomes, miðjumann liðsins og kenndu honum um 4-0 tap liðsins fyrir PSG í Meistaradeildinni í febrúar.

Gomes kom inn á sem varamaður í 4-2 sigri Börsunga á Valencia um helgina og skoraði m.a fjórða mark liðsins en það var baulað á Portúgalann þegar hann kom inn á.

„Ég er algjörlega ósammála þeim stuðningsmönnum sem baula á leikmenn, þeir sem eru að því eiga frekar að vera heima hjá sér.“

„Þetta er algjörlega ólíðandi og svona framkoma gagnvart leikmanni sem er að koma inn á hjálpar engum. Fólk þarf að líta djúpt í eigin barm.“

„Það er eitt að baula á leikmenn sem hafa átt slæman leik, ég get frekar skilið það. En að baula á leikmann sem er að koma inn á er fráleitt, það hefur áhrif á sjálfstraust manna.“


desktop