Rafinha frá Barcelona til Inter

Rafael Alcântara do Nascimento hefur yfirgefið Barcelona og gengið í raðir Inter.

Rafinha eins og hann er kallaður kemur á láni út tímabilið með möguleika á að kaupa hann.

Inter þarf að greiða 35 milljónir evra ef félagið ákveður að kaupa miðjumanninn frá Brasilíu.

Hann er bróðir Thiago Alcantara sem leikur með FC Bayern, hann valdi að spila fyrir Brasilíu frekar en Spán.

Inter þarf að virkja klásúluna um kaup á Rafinha áður en tímabiið er á enda.


desktop