Rakitic: Ætlum að vinna fyrir Neymar

Ivan Rakitic, miðjumaður Barcelona segir að liðið ætli sér að vinna Real Madrid um helgina fyrir Neymar.

Barcelona féll úr leik í Meistaradeild Evrópu á dögunum en Neymar tók tapið mikið inná sig.

„Það þarf ekkert að taka það fram hversu mikilvægur hann er fyrir okkur.“

„Við ætlum okkur hins vegar að vinna þennan leik fyrir hann og stuðningsmennina.“


desktop