Real Madrid minnkaði forskot Barcelona í fimm stig

Real Madrid tók á móti Eibar í spænsku La Liga í kvöld en leiknum lauk með 3-0 sigri heimamanna.

Paulo Oliveira varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 18. mínútu áður en Marco Asensio tvöfaldaði forystu Real á 28. mínútu og staðan því 2-0 í hálfleik.

Marcelo innsiglaði svo sigur heimamanna með marki á 82. mínútu og lokatölur því 3-0 sigur Real Madrid.

Real færist upp í þriðja sæti deildarinnar og 20 stig með sigrinum og munar nú aðeins fimm stigum á Real og Barcelona þegar 9. umferðir eru búnar af mótinu.


desktop