Reynt var að ræna Eið Smára í Barcelona í gær

Fimm einstaklingar reyndu að ræna Eið Smára Guðjohnsen í Barcelona í gær. Frá þessu greinir hann á Twitter.

Eiður sem hefur lagt skóna á hilluna býr bæði á Íslandi og í Barcelona.

Yngri synir Eiðs Smára leika knattspyrnu í Katalóníu og því er þessi magnaði leikmaður með annan fótinn þar.

Eiður er staddur í borginni þessa dagana en hann var meðal annars á Kaleo tónleikum í gær og svo sá hann Aron Pálmarsson spila með handboltaliði Barcelona í gær.

Í gær var Eiður á göngu um borgina þegar fimm menn hoppuðu á hann og reyndu að ræna hann.

,,Það hoppuðu fimm menn á mig í gær og reyndu að taka úrið mig,“
skrifar Eiður á Twitter en hann tekur málinu þó með ró.

,,Ef þeir vildu svona vita hvað klukkan væri, þá áttu þeir bara að spyrja. Ekki grín.“


desktop