Ronaldo að missa hraðann – Juanfran hljóp hann uppi

Atletico Madrid tók á móti Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í gærdag en leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Gestirnir voru sterkari aðilinn í leiknum og fengu betri færi en tókst ekki að skora og niðurstaðan því 0-0 jafntefli.

Athyglisvert atvik átti sér stað í leiknum þegar Luka Modric reyndi að senda Cristiano Ronaldo í gegn.

Juanfran, 32 ára gamall bakvörður Atletico hafði hins vegar betur í baráttunni við hann og náði boltanum á undann.

Ronaldo hefur farið rólega af stað á þessari leiktíð og hefur aðeins skorað eitt mark og vilja nú margir meina að það sé farið að hægjast verulega á kauða.

Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.


desktop