Ronaldo hafnar nýjum samningi frá Real og er sagður vilja fara næsta sumar

Cristiano Ronaldo, sóknarmaður Real Madrid hefur hafnað nýjum samningi frá félaginu og ætlar hann sér að fara frá félaginu í sumar en það eru miðlar á Spáni sem greina frá þessu.

Ronaldo hefur áður greint frá því að hann ætlaði sér ekki að framlengja núverandi samning sinn við félagið en hann rennur út árið 2021.

Nú vilja miðlar á Spáni meina að hann hafi beðið forseta félagsins, Florentino Perez um leyfi til þess að yfirgefa Madrid næsta sumar en það er Edu Aguirre, spænskur blaðamaður sem greinir frá þessu.

Ronaldo vill fara fyrir sanngjarna upphæð en hann er orðinn 32 ára gamall og er því kominn á seinni hluta ferilsins.

Hann kom til Real Madrid árið 2009 og hefur unnið allt sem hægt er að vinna með liðinu á tíma sínum þar.


desktop