Ronaldo hlaut Gullknöttinn í fimmta sinn

Cristiano Ronaldo, sóknarmaður Real Madrid hlaut Ballon d’Or verðlaunin frægu á verðlaunaafhendingu France Football núna rétt í þessu.

Ronaldo átti frábært ár með Real Madrid og vann Meistaradeildina og spænsku úrvalsdeildina með liðinu.

Hann var valinn bestur á lokahófi FIFA á dögunum en France Football og Fifa stóðu saman að Ballon d’Or verðlaunum í mörg ár, áður en FIFA ákvað að vera með eigin verðlaunaafhendingu.

Þetta er í fimmta sinn sem Ronaldo vinnur verðlaunin eftirsóttu og hefur hann nú jafnað Lionel Messi sem varð í öðru sæti í kjörinu í ár.


desktop