Ronaldo með ákall til stuðningsmanna Real Madrid fyrir leikinn gegn PSG

Real Madrid tekur á móti PSG í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld klukkan 19:45.

Mikl eftirvænting ríkir fyrir leiknum enda ein stærsta viðureignin í 16-liða úrslitum keppninnar.

PSG var magnað í riðlakeppninni á meðan Real Madrid endaði í öðru sæti síns riðils, á eftir Tottenham.

Cristiano Ronaldo, sóknarmaður Real Madrid kallaði eftir stuðningi frá stuðningsmönnum liðsins í dag og bað þá um að standa þétt við bakið á liðinu, allan tímann.

Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.


desktop