Ronaldo með tvö í öruggum sigri Real Madrid á Alaves

Real Madrid tók á móti Alaves í spænsku úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk með 4-0 sigri heimamanna.

Cristiano Ronaldo kom Real Madrid yfir á 44. mínútu og Gareth Bale tvöfaldaði forystu heimamanna í upphafi síðari hálfleiks.

Ronaldo var svo aftur á ferðinni á 61. mínútu áður en Karim Benzema skoraði fjórða mark Real Madrid á 89. mínútu með marki út vítaspyrnu.

Lokatölur því 4-0 fyrir Real Madrid sem er í þriðja sæti deildarinnar með 51 stig, 11 stigum á eftir Barcelona sem er á toppi deildarinnar.


desktop