Ronaldo og Ramos grátbáðu Lewandowski um að koma

Cristiano Ronaldo og Robert Lewandowski féllust í faðma eftir leik Real Madrid og FC Bayern í Meistaradeildinni í vikunni.

Real vann sigur á Bayern og fór áfram í undanúrslitin eftir framlengdan leik á Bernabeu.

Ronaldo byrjaði að hvísla að pólska framherjanum og spænska blaðið AS segist hafa getað lesið úr orðum Ronaldo hvað hann var að segja.

Ronaldo á að hafa beðið Lewandowski um að ganga í raðir Real Madrid í sumar en Zinedine Zidane stjóri Real er sagður hafa áhuga á honum.

Sergio Ramos fyrirliði liðsins á einnig að hafa rætt við Lewandowski um að koma til Madrídar í sumar.

Lewandowski er einn öflugasti framherji í heimi en Karim Benzema hefur ekki raðað inn mörkum á þessu tímabili og Alvaro Morata er sagður vilja fara.


desktop