Ronaldo sagður hafa sannfært James

Cristiano Ronaldo er sagður vera ástæðan á bakvið það að James Rodriguez ákvað að yfirgefa ekki Real Madrid.

Þetta kemur fram í kólumbíska miðlinum Confidential Colombia sem segir að James hafi getað farið til Chelsea.

Chelsea bauð 90 milljónir evra í James og var Real tilbúið að taka því tilboði en James hætti við á síðustu stundu.

Ástæðan er sú að Ronaldo á að hafa rætt við James og hvatt hann til að spila áfram á Spáni.

James er talinn treysta Ronaldo vel og tók hann ráði Portúgalans að lokum og mun ekki yfirgefa félagið.


desktop