Ronaldo setti enn eitt metið í kvöld

Real Madrid og Dortmund eigast nú við í Meistaradeild Evrópu og er staðan 2-0 fyrir Real þegar um hálftími er liðinn af leiknum.

Borja Mayoral kom Real Madrid yfir strax á 8. mínútu áður en Cristiano Ronaldo bætti öðru marki við á 12. mínútu.

Ronaldo hefur nú skorað í öllum leikjum Real Madrid í riðlakeppninni sem er nýtt met í Meistaradeildinni.

Real Madrid leikur í H-riðli ásamt Tottenham, Borussia Dortmund og APOEL Nicosia en hann hefur skorað gegn öllum þessum liðum, bæði heima og utan.


desktop