Ronaldo tilbúinn að koma sér í stand ef Real þarf á honum að halda

Real Madrid hefur ekki byrjað og vel á þessari leiktíð en liðið tapaði gegn Real Betis á heimavelli í síðustu umferð.

Real hefur legið undir töluverðri gagnrýni undanfarið en liðið hefur skorað aðeins níu mörk í fyrstu fimm leikjunum.

Það þykir ekki vera ásættanlegt miðað við stærð klúbbsins en til að bera það saman hefur Barcelona gert 17 mörk.

Ronaldo Nazario, fyrrum framherji liðsins, hefur enn trú á liðinu en er tilbúinn að koma sér í stand ef þeir þurfa á honum að halda.

,,Real er með marga leikmenn sem geta skorað mörk. Ef eitthvað gerist þá kem ég mér aftur í stand ef þeir þurfa á mér að halda!“ sagði Ronaldo.


desktop