Segir að Hazard hafi ekki verið besti leikmaður Chelsea

Filipe Luis, bakvörður Atletico Madrid segir að Eden Hazard, sóknarmaður liðsins hafi ekki verið besti leikmaður liðsins þegar að Luis var hjá Chelsea.

Luis gekk til liðs við Chelsea sumarið 2014, ásamt Diego Costa og varð liðið enskur meistari tímabilið 2104-15 undir stjórn Jose Mourinho.

Bakvörðurinn stoppaði hins vegar ekki lengi á Stamford Bridge og var seldur aftur til Ateltico Madrid, sumarið 2015 en honum tókst ekki að vinna sér inn fast sæti í byrjunarliði Chelsea.

„Costa er besti leikmaður sem ég hef spilað með. Ég hef séð Juan Carlo Valeron gera hluti sem enginn hefur getað leikið eftir. Neymar og Hazard eru ótrúlega hæfileikaríkir en sá leikmaður sem hefur skilað flestum titlum í hús er Diego Costa.“

„Hann skorar alltaf fyrsta markið. Það er eitt að skora 30 mörk og þrennur hér og þar í auðveldum sigrum og svo að skora 30 mörk og 20 af þeim koma í 1-0 sigrum t.d.“

„Það gerir enginn betur en Diego Costa.“


desktop