Sergio Ramos lofar að faðma leikmann Barcelona

Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid hefur lofað að faðma Gerard Pique, varnarmann Barcelona þegar að þeir hittast á landsliðsæfingu spænska landsliðsins.

Pique og Ramos eru miðvarðapar landsliðsins en þeir hafa eldað grátt silfur saman á þessari leiktíð.

Pique hefur verið duglegur að láta í sér heyra um að dómarar á Spáni séu hliðhollir Real Madrid en það hefur Ramos ekki verið sáttur með.

Bæði lið eru í harðri baráttu um spænska titilinn en Real Madrid er á toppnum í deildinni með 65 stig á meðan Barcelona er með 63 stig.

Spánverjar taka á móti Ísrael þann 24. mars næstkomandi í undankeppni HM en liðið er efst í sínum riðli ásamt Ítalíu með 10 stig.


desktop