Sturluð staðreynd um Lionel Messi

Barcelona tók á móti Valencia í spænsku La Liga um helgina en leiknum lauk með 4-2 sigri heimamanna.

Eliaquim Mangala kom Valencia yfir á 29 mínútu áður en Luis Suarez jafnaði metin fyrir Barcelona, sex mínútum síðar.

Lionel Messi kom svo Barcelona í 2-1 með marki úr vítaspyrnu áður en Munir El Haddadi jafnaði aftur metin, mínútu síðar.

Messi skoraði svo þriðja mark Börsunga áður en Andre Gomes innsiglaði sigurinn með fjórða marki liðsins á 89 mínútu.

Eins og áður sagði skoraði Messi tvívegis í leiknum og er hann nú eini leikmaðurinn í sögu La Liga sem hefur skorað 40 mörk eða meira, átta tímabil í röð í öllum keppnum.


desktop