Suarez kominn með 100 mörk

Luis Suarez skoraði í kvöld sinn 100. mark fyrir lið Barcelona en liðið leikur við Athletic Bilbao.

Suarez hefur raðað inn mörkum síðan hann gekk í raðir félagsins frá Liverpool árið 2014.

Úrúgvæinn hefur nú spilað 120 leiki fyrir spænska stórliðið og hefur skorað 100 mörk í þeim leikjum.

Ekki nóg með það heldur þá hefur Suarez einnig lagt upp 49 mörk og skorað sjö þrennur fyrir félagið.


desktop