Suarez með þrennu þegar Barcelona burstaði Girona

Barcelona 6 – 1 Girona
1-0 Cristian Portu (3′)
1-1 Luis Suarez (5′)
2-1 Lionel Messi (30′)
3-1 Lionel Messi (36′)
4-1 Luis Suarez (44′)
5-1 Philippe Coutinho (66′)
6-1 Luis Suarez (76′)

Barcelona tók á móti Girona í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld en leiknum lauk með 6-1 sigri heimamanna.

Staðan að loknum fyrri hálfleik var 4-1 fyrir heimamenn þar sem að þeir Luis Suarez og Lionel Messi skoruðu mörk Börsunga.

Philippe Coutinho skoraði svo fimmta mark Barcelona á 66. mínútu áður en Suarez fullkomnaði þrennuna á 76. mínútu og lokatölur því 6-1 fyrir Barcelona.

Börsungar sem fyrr á toppi spænsku deildarinnar með 65 stig og hafa nú 14 stiga forskot á Real Madrid sem er í þriðja sætinu.


desktop