Þetta er upphæðin sem Real Madrid þarf að borga fyrir Neymar

Neymar, sóknarmaður PSG er sterklega orðaður við brottför frá félaginu þessa dagana.

Neymar gekk til liðs við PSG síðasta sumar og varð í leiðinni dýrasti knattspyrnumaður sögunnar.

PSG borgaði tæplega 200 milljónir punda fyrir hann en Neymar hefur verið magnaður fyrir franska félagið á þessari leiktíð.

Þrátt fyrir það er hann sagður ósáttur í Frakklandi og er hann nú sagður vilja komast aftur til Barcelona samkvæmt spænskum fjölmiðlum.

Þá hefur Real Madrd einnig mikinn áhuga á leikmanninum en ef spænska félagið vill fá hann þurfa þeir að borga 400 milljónir evra fyrir leikmanninn.


desktop