Þetta gerir Ronaldo til að hafa rosalega magavöðva

Cristiano Ronaldo leikmaður Real Madrid er afar vel vaxinn og magavöðvar hans eru af dýrustu gerð.

Ronaldo gerir mikið af magaæfingum og ræðir um þær við spænska fjölmiðla.

Hann fer þó ekki í mataræðið sem er einn stærsti parturinn af því að halda sér í þessu standi sem hann er í.

,,Ég geri magaæfingar 4-5 sinnum í viku en ég geri að lágmarki 200-300 í hvert skipti þá,“ sagði Ronaldo.

,,Þetta snýst um að halda sér við, þú átt ekki að gera of mikið. Ef þú gerir of mikið getur þú fengið verki í kviðnum og náranum.“

,,Þetta eru bara venjulegar æfingar, góðar fyrir magann og bakið en ég geri aldrei 3 þúsund í einu. Ég geri ekki 3 þúsund á einni viku.“


desktop