Titilvörn Real Madrid byrjar vel án Ronaldo

Deportivo 0 – 3 Real Madrid:
0-1 Gareth Bale (´20)
0-2 Casemiro (´27)
0-3 Toni Kroos (´62)

Real Madrid vann mjög sannfærandi 0-3 sigur á Deportivo í fyrstu umferð La Liga í kvöld.

Cristiano Ronado var ekki með Real Madrid og verður ekki i næstu þremur leikjum vegna leikbanns.

Gareth Bale opnaði markareikning Real Madrid á þessu tímabili eftir tuttugu mínútna leik.

Casemiro bætti við sjö mínútum síðar og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Toni Kroos skoraði svo eina markið í síðari hálfleik en það var afar fallegt.

Sergio Ramos var rekinn af velli í uppbótartíma er hann fékk sitt annað gula spjald.


desktop