Ummæli Angel di Maria um Real Madrid vekja athygli

Real Madrid tekur á móti PSG í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld klukkan 19:45.

Mikl eftirvænting ríkir fyrir leiknum enda ein stærsta viðureignin í 16-liða úrslitum keppninnar.

Angel di Maria, sóknarmaður PSG er að snúa aftur á sinn gamla heimavöll en hann spilaði með Real Madrid á árunum 2010 til 2014.

„Samband mitt við Real Madrid er búið. Ég spilaði þarna en var svo seldur og þannig er það,“ sagði sóknarmaðurinn.

„Ef ég á að vera hreinskilinn þá hefði ég ekkert á móti því að spila fyrir Barcelona,“ sagði hann að lokum.


desktop