United hefur áhuga á spænskum vinstri bakverði

Manchester United hefur áhuga á Aaron Martin vinstri bakverði Espanyol ef marka má frétt ESPN.

Martin er 20 ára gamall en hann hefur spilað allar mínúturnar í La Liga á þessu tímabili.

Mourinho er í vandræðum með stöðu vinstri bakvarðar en þá stöðu hafa margir leyst á þessu tímabili.

Ashley Young, Matteo Darmian og Daley Blind hafa spilað stöðu vinstri bakvarðar það sem af er tímabili.

Luke Shaw hefur verið að koma til baka úr meiðslum en hann hefur ekki náð að heilla Mourinho til að fá tækifæri.

Sagt er að útsendarar United hafi mætt í stúkuna á leiki Espanyol og fylgst með Martin en þeir sáu hann spila á föstudag gegn Levante.


desktop