Zidane hefur ekki áhyggjur af framtíð sína

Zinedine Zidane þjálfari Real Madrid vill ekki ræða framtíð sína en hún gæti ráðist á næstu vikum.

Zidane og félagar hafa verið slakir í deildinni heima fyrir.

Í Meistaradeildinni mætir liðið PSG í 16 liða úrslitum og ætti einvígið að verða rosalegt.

Framtíð Zidane gæti ráðist þar ef Real Madrid fellur úr leik þar.

,,Ég hugsa bara um leikinn á morgun, ég hugsa ekki um framtíð mína,“ sagði Zidane.

,,Sum mál eru ekki í mínum höndum, ég hugsa bara um leikinn. Ég er að undirbúa hann fyrir taktík og vera viss um að menn komi rétt gíraðir inn í leikinn.“

,,Það er frábært að vera hluti af svona stórum leik, það er pressa sem fylgir svona leik og ég nýt þess að vera í því.“


desktop