Zidane vonar að sonur sinn skori ekki

Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, vonar að sonur sinn, Enzo Fernandez, skori ekki í leik gegn sínum mönnum á morgun.

Enzo fór frá Real til Deportivo Alaves í júní á þessu ári og gæti byrjað gegn pabba sínum um helgina.

,,Ég vona að hann skori ekki! Við erum báðir með mikið keppnisskap,“ sagði Zidane við blaðamenn.

,,Það verður skrítið að spila gegn honum en ég er ánægður fyrir hans hönd. Hann er að leggja sig hart fram.“

,,Hann er í liði sem er ekki að gera það góða hluti þessa stundina en hópurinn er góður.“


desktop