Andri Rúnar tók Stingum af með Unni Eggerts í nýlíðavígslu

Andri Rúnar Bjarnason var tekinn í nýlíðavígslu hjá Helsingborg í Svíþjóð í dag.

Andri gekk í raðir sænska félagsins á dögunum á frjálsri sölu frá Grindavík.

Hann var markakóngur í Pepsi deildinni á síðasta leik og jafnaði þar markametið með 19 mörkum.

Andri þurfti að syngja í nýliðavíglsunni í kvöld og tók þar hið virta lag, Stingum af með Unni Eggertsdóttir.

Andri lék sína fyrstu landsleiki í janúar og skoraði þá gegn Indónesíu.

Lagið má heyra hér að neðan.


desktop