Guðmundur og Jón Guðni byrjuðu í sigri

Guðmundur Þórarinsson og Jón Guðni Fjóluson voru í byrjunarliði IFK Norrköpping sem heimsótti Sirius í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Jón Guðni er fastamaður í þessu öfluga liði en Guðmundur er oftar en ekki á bekknum.

Báðir léku allan leikinn í dag í 0-1 sigri en liði er í fimmta sæti deildarinnar.

Norrköpping er þó ekki nema þremur stigum frá öðru sæti deildarinnar.

Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson voru ónotaðir varamenn hjá Norrköpping í dag.


desktop