Kolbeinn afþakkaði tilboð Gautaborg

Kolbeinn Sigþórsson framherji Nantes í Frakklandi hefur afþakkað það að ganga í raðir Gautaborg í Svíþjóð.

Sænskir fjölmiðlar segja frá en Kolbeinn er að stíga upp eftir 18 mánuði á meiðslalistanum.

Kolbeinn er að komast á fullt og vonast til að spila á næstu dögum og vikum.

Möguleiki er þó á að hann þurfi að fara en hann vildi ekki fara til Gautaborg. Ástæðan er sú að mikið af leikjum í Svíþjóð er á gervigrasi.

,,Við erum búnir að ræða við Kolbein og Nantes, það verður ekki meira úr þessu,“ sagði Mats Gren yfirmaður íþróttamála hjá Gautaborg.

Kolbeinn vill komast á flug til að koma sér með á HM í Rússlandi.


desktop