Ancelotti reynir að fá Lahm til að hætta við

Carlo Ancelotti, stjóri Bayern Munchen, reynir reglulega að fá bakvörðinn Philipp Lahm til að halda áfram að spila.

Lahm hefur gefið það út að hann muni hætta eftir leiktíðina en hann hefur verið hjá Bayern í 15 ár.

,,Carlo er búinn að reyna allt til að fá mig til að hætta við. Nánast á hverjum degi,“ sagði Lahm.

,,Ég hef notið þess að enda ferilinn hérna. Ég vona bara að stuðningsmennirnir muni eftir mér sem góðum fótboltamanni.“


desktop