Aubameyang búinn að gefa drauminn um Real Madrid upp á bátinn

Pierre-Emerick Aubameyang, framherji Dortmund segir að hann sé búinn að gefa drauminn um Real Madrid upp á bátinn.

Leikmaðurinn hefur verið sterklega orðaður við spænska félagið, undanfarin ár en hann hefur áður gefið það út að Real Madrid sé hans draumafélag.

Talið var næsta víst að hann myndi fara til Spánar en Real Madrd ákvað að kaupa hann ekki.

„Ég á mér ekki draum lengur. Ég mun ekki tala aftur um Real Madrid, það er búið. Mér líður vel hjá Dortmund og ég hef það á tilfiningunni að Real Madrid sé ekki að fara taka mig. Kannski vilja þeir ekki fá mig lengur,“ sagði framherjinn.

„Fólk sem hefur ekki trú á mér, ég mun halda áfram að sanna að það hefur rangt fyrir sér. Ég mun halda áfram að skora, þar sem ég er í dag. Ég er vissulega pirraður, ég var búinn að ná samkomulagi við Dortmund um að fara en það gekk ekki í gegn.“

„Ég var vonsvikinn en sama hvað gerist þá er ég ánægður hérna því mér líður vel hérna. Það er ekkert vandamál, við munum halda áfram að leggja hart að okkur hérna,“ sagði hann að lokum.


desktop