Aubameyang gagnrýnir oft liðsfélaga sinn

Pierre Emerick Aubameyang, leikmaður Dortmund, er duglegur að gagnrýna samherja sinn Ousmane Dembele.

Dembele er enn mjög ungur og sér Aubameyang til þess að hann hætti aldrei að leggja sig fram.

,,Þetta var það besta fyrir hann. Að semja við frábært félag,“ sagði Aubameyang við blaðamenn.

,,Hann verður að halda áfram að vinna. Ég er alltaf að pirra hann varðandi hvernig hann er fyrir framan markið.“

,,Hann er ungur og ég get hjálpað honum. Framtíðin er björt, ekki bara fyrir hann heldur Dortmund.“


desktop