Bayern Munich missteig sig gegn Hertha Berlin

Bayern Munich tók á móti Hertha Berlin í þýsku Bundesligunni í dag en leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í leiknum og áttu sextán marktilraunir gegn fimm marktilraunum gestanna.

Boltinn vildi hins vegar ekki í netið og niðurstaðan því markalaust jafntefli.

Bæjarar eru sem fyrr á toppi deildarinnar 60 stig, 20 stigum á undan Borussia Dortmund sem er í öðru sætinu og á leik til góða.


desktop