Brighton fær mest skapandi leikmann Bundesligunnar

Brighton & Hove Albion tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni fyrr á þessari leiktíð ásamt Newcastle United.

Brighton var lengi í góðri stöðu í toppsæti deildarinnar en þurfti á endanum að sætta sig við annað sætið.

Enginn hjá félaginu er að eyða tíma og hefur félagið nú þegar fengið sinn fyrsta leikmann fyrir næstu leiktíð.

Það er hinn 25 ára gamli Pascal Gross en hann kemur til félagsins frá Ingolstadt sem féll úr efstu deild.

Gross hefur skapað fleiri færi í Bundesligunni á tímabilinu en allir aðrir leikmenn eða 95 færi talsins.


desktop