Heynckes lét Vidal æfa aukalega því hann var ekki í formi

Arturo Vilda, miðjumaður Bayern Munich var frábær í 3-0 sigri liðsins á Augsburg um helgina og var valinn maður leiksins.

Bayern situr á toppi deildarinnar með 29 stig og hefur nú sex stiga forskot á Schalke, þrátt fyrir að Bæjarar hafi ekki byrjað tímabilið vel.

Jupp Heynckes, sem tók við liðinu af Carlo Ancelotti í september segir að hann hafi rætt sérstaklega við Arturo Vidal og sagt honum að koma sér í form ef hann vildi spila fyrir sig.

„Ég ræddi við hann persónulega fyrir þremur vikum síðan,“ sagði Heynckes við Bild á dögunum.

„Ég sagði honum að ég væri ekki ánægður með standið á honum og að hann þyrfti að breyta því ef hann vildi fá að spila fyrir mig.“

„Hann var ekki 100% sammála mér en eftir samtal okkar þá æfði hann aukalega og það er að skila sér núna,“ sagði hann að lokum.


desktop