James á skotskónum í sigri Bayern

Bayern vann góðan 1-3 sigur á útivelli er liðið heimsótti Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Vetrarfrí er á enda í Þýskalandi og nú fer boltinn að rúlla á fullu fjöri.

Javier Martinez kom gestunum yfir áður en Franck Ribery kom Bayern í 0-2.

Kevin Volland lagaði stöðuna fyrir heimamenn áður en James Rodriguez tryggði sigur Bayern.

Bayern hefur 14 stiga forskot á toppi deildarinnar og sigur í deildinni svo gott sem í höfn.


desktop