Kimmich neitar því að hann sé ósáttur

Joshua Kimmich, leikmaður Bayern Munchen, hefur engan áhuga á að yfirgefa félagið í sumar.

Þýskir miðlar greindu frá því að Kimmich væri ósáttur en hann hefur aðeins byrjað 20 leiki á tímabilinu.

,,Ég veit ekki hvaðan þessi skilaboð eru að koma. Ég heyrði þetta á æfingasvæðinu,“ sagði Kimmich.

,,Ég veit ekki hvað gerðist en staðreyndin er sú að ég vil ekki yfirgefa Bayern Munchen.“


desktop