Kona dæmir í fyrsta sinn í Bundesligunni

Fjórir nýir dómarar mun dæma í þýsku Bundesligunni á næstu leiktíð en um er að ræða efstu deild karla.

Bibiana Steinhaus er ein af þeim en hún verður fyrsti kvenkyns dómarinn til að dæma í Bundesligunni.

Steinhaus hefur áður dæmt leiki í annarri deildinni í Þýskalandi og hefur tekið að sér starf sem fjórði dómari.

Steinhaus er kærasta Howard Webb, fyrrum dómara í ensku úrvalsdeildinni og var faðir hennar einnig dómari.

Steinhaus er 38 ára gömul og starfar einnig sem lögreglukona.


desktop