Muller: Við erum vanir að spila fyrir Heynckes

Thomas Muller er afar ánægður með stjóra sinn hjá Bayern Muncih, Jupp Heynckes.

Heynckes hefur áður stýrt Bæjurum en liðið vann meðal annars þrennuna með hann í brúnni fyrir nokkrum árum.

„Við vitum allir hvað hann vil fá frá okkur,“ sagði Muller.

„Það hjálpar mikið að hafa spilað fyrir hann áður, hann er frábær stjóri,“ sagði Muller að lokum.


desktop