Myndband: Leikmenn Bayern hlógu að Robben

Borussia Mönchengladbach tók á móti Bayern Munich í gærdag í þýsku Bundesligunni en leiknum lauk með 1-0 sigri gestanna.

Það var Thomas Muller sem skoraði eina mark leiksins á 63 mínútu og þar við sat en Bæjarar eru í ansi góðum málum á toppi deildarinnar með 13 stiga forskot á RB Leipzig þegar níu leikir eru eftir af tímabilinu.

Arjen Robbe, sóknarmaður Bayern Munich var tekinn af velli á 85 mínútu fyrir Renato Sanches.

Hollendingurinn var vægast sagt pirraður með það að vera tekinn af velli en liðsfélagar hans gátu lítið annað gert en að hlæja að viðbrögðum hans.

Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.


desktop