Reus hvetur Dortmund til þess að kaupa Batshuayi

Marco Reus, fyrirliði Borussia Dortmund vill að félagið reyni að kaupa Michy Batshuayi í sumar.

Framherjinn er sem stendur á láni hjá félaginu en hann er samningsbundinn Chelsea á Englandi.

Batshuayi kom til Dortmund í janúar þar sem að hann fékk lítið að spila með Chelsea en hann hefur skorað 7 mörk í 9 leikjum fyrir Dortmund.

„Ég yrði mjög glaður ef Michy yrði hérna áfram á næstu leiktíð,“ sagði Reus.

„Hann hefur sýnt það hversu mikilvægur hann er fyrir okkur. Vonandi getum við núna klárað tímabilið í Meistaradeildarsæti.“

„Ef það tekst ættum við að vera í góðri stöðu til þess að gera dvöl leikmannsins hérna varanlega,“ sagði hann að lokum.


desktop