Segir að það yrði draumur að fá Robben aftur

Groningen í Hollandi hefur mikinn áhuga á að fá Arjen Robben í raðir félagsins áður en hann hættir.

Þetta staðfesti Hans Nijland, yfirmaður knattspyrnumála Groningen en Robben þekkir vel til félagsins.

,,Hann spilaði hingað frá því að hann var 11 ára og þar til hann byrjaði að spila sína fyrstu leiki,“ sagði Nijland.

,,Hann opnaði heimavöllinn okkar. Við erum í góðu sambandi við hann. Augljóslega höfum við rætt endurkomu. Við sáum það með Dirk Kuyt og Feyenoord.“

,,Það yrði draumur að fá hann. Ef hann vill snúa aftur þá er hann meira en velkominn hingað.“


desktop