Stuðningsmenn Dortmund neita að mæta þegar Alfreð kemur í heimsókn

Stuðningsmenn Borussia Dortmund neita að mæta á heimaleik liðsins gegn Augsburg í febrúar.

Dortmund verður í Evrópudeildinni í febrúar og ákvað þýska deildin að nýta sér tækifærið og færa leikinn.

Búið er að setja leik Dortmund og Augsburg á klukkan 20:30 þann 26 febrúar.

Stuðningsmenn Dortmund eru brjálaðir yfir þessu og neita að mæta á þessum tíma.

,,Við látum ekki bjóða okkur þessar endalausu breytingar á leiktímum,“ sagði talsmaður stuðningsmanna.

,,Stór hópur af þeim sem mæta á alla heimaleiki munu sniðganga þennan leik, þetta hefur ekkert með leikmennina að gera. Við látum ekki bjóða okkur svona leiktíma.“


desktop